Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fór fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og því var haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt var í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.
Reykvíski hópurinn stóð sig vel bæði innan vallar og utan og var sér og sínum til sóma á mótinu. Bæði handbolta stúlkurnar og fótbolta drengirnir voru í 3.sæti mótsins og frjálsíþróttastúlkurnar í 4.sæti og drengirnir í 5.sæti. Smellið hér til að finna lista yfir lið Reykjavíkur.


