Góður árangur í Litháen

10. júlí 2017

Alþjóðleikar ungmenna í Kaunas í Litháen, á myndinni er knattspyrnulið stúlkna sem sigraði mótið með glæsibrag.

Alþjóðaleikar ungmenna fóru fram í Kaunas í Litháen um helgina. Átján reykvísk ungmenni tóku þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og stóðu sig vel. Hópurinn kom heim með gull í knattspyrnu og silfur í júdó.

Knattspyrnulið stúlkna sigraði mótið með glæsibrag. Stelpurnar lögðu Szombathely frá Ungverjalandi 3-1 í úrslitaleiknum og Jerúsalem 7-0 í undanúrslitum. Í riðlakeppninni sigruðu þær Kaunas frá Litháen 7-1, Szombathely frá Ungverjalandi 5-0 og Ranana frá Ísrael 8-0.

Bestu árangri reykvísku júdókeppendanna náði Aleksandrra Lis. Hún vann til silfurverðlauna í -70 kg flokki.

Sundfólkið stóð sig líka vel og voru flestir að bæta sína bestu tíma. Bestu úrslit hópsins var 10.sæti í 4x 100m skriðsundi blandaðra sveita á tímanum 4.12.93.

Lista yfir þátttakendur í liði Reykjavíkur má finna hér

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001 og var Reykjavík í hlutverki gestgjafa árið 2007.

Heimasíða leikanna með nánari upplýsingum er icg2017.kaunas.lt

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna