Grunnskólamóti Höfuðborga Norðurlandanna 2024 lauk í gær, fimmtudaginn 30. maí. Mikil ánægja var með mótið í alla staði og skemmtu keppendur, skipuleggjendur og áhorfendur sér mæta vel. Það var ekki einungis keppt í íþróttum á mótinu í ár, en keppendur fengu tækifæri til að bregða sér útúr bænum og skoða fallega náttúru, fara í Adrenalíngarðinn og gæða sér á pylsum.
Í gærkvöldi var svo lokahóf þar sem keppendur og aðstandendur gátu slappað af eftir keyrslu síðustu daga og skemmt sér. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í því að gera þetta að svo eftirminnilegu móti og við hlökkum til að vera með árið 2025.
Framtíðin er björt!