Minnisblað á sambandsráðsfundi UMFÍ lýsir áhyggjum af stöðunni vegna covid

2. nóvember 2020

Formaður og framkvæmdastjóri ÍBR, tóku í gær þátt í rafrænum sambandsráðsfundi UMFÍ.  Þetta er í fyrsta sinn sem ÍBR tekur þátt í sambandsráðsfundi UMFÍ frá því ÍBR fékk aðild að félaginu.

Á meðal þess sem kynnt verður á fundinum er sextán blaðsíðna minnisblað UMFÍ um veirufaraldurinn, afleiðingar hans og tillögur að aðgerðum til að hjálpa íþrótta- og æskulýðsfélögum og sporna við neikvæðum áhrifum faraldursins á félög og iðkendur.

Í inngangsorðum minnisblaðsins kemur fram að miklar áhyggjur eru af stöðu mála í hreyfingunni vegna COVID og er staða einstakra félaga mjög mismunandi. Tilgangur með minnisblaðinu sé að taka saman stutt yfirlit um áhrifin og þá umræðu sem er til staðar í hreyfingunni. Lagðar eru fram nokkrar tillögur sem byggðar eru á samtölum við einstaklinga úr grasrótarstarfi UMFÍ og stjórnendur aðildarfélaga UMFÍ í kjölfar þess að þriðja bylgja faraldursins stöðvaði íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu í byrjun október.

Um er bæði að ræða aðgerðir í vörn og sókn, enda lykilatriði í góðu íþróttastarfi að huga að báðum þáttum til að ná árangri. Til grundvallar er staða mála og þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda.

Frétt af vef UMFÍ má finna hér en þar er hægt að sjá umrætt minnisblað.

Sambandsráðsfundur UMFÍ í fyrsta sinn með rafrænum hætti

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna