
Í þessari viku taka rúmlega 140 einstaklingar úr 15 íþróttafélögum í Reykjavík þátt í skyndihjálparnámskeiðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Kennarar koma frá Rauða Krossi Íslands en Íþróttabandalag Reykjavíkur bauð öllum aðildarfélögum að senda sitt fólk frítt á námskeiðin. Á meðal þátttakenda eru þjálfarar, starfsfólk mannvirkja, starfsmenn félaga, stjórnarmenn o.fl. Ánægjulegt er að sjá hversu mikið af ungu fólki úr félögunum eru á meðal þátttakenda.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur á einu af þeim fimm námskeiðum sem haldin eru þessa vikuna æfa hjartahnoð.