Í dag kom út ársskýrsla ÍBR 2021 um ofbeldi í íþróttum. ÍBR leggur mikla áherslu á að aðildarfélög ÍBR og iðkendur geti fengið ráðgjöf og aðstoð fagaðila án endurgjalds hafi þeir orðið fyrir, fengið vitneskju eða orðið vitni að ofbeldi eða áreitni í íþróttum.
Íþróttabandalag Reykjavíkur er með fagaðila á sínum snærum sem koma inn í öll mál sem koma inn á borð ÍBR. Þeir fagaðilar sem að aðstoða ÍBR eru lögfræðingar, sálfræðingar, kynjafræðingar, sáttamiðlarar og félagsráðgjafar. Mikilvægt er að fá óháðan fagaðila inn í öll mál til að gæta hlutleysis og sinna málinu á faglegan hátt.
Tölfræði
Á árinu 2021 komu 64 mál inn á borð til ÍBR.
Hér er hægt að sjá skýrsluna í heild sinni.
Hér er hægt að sjá bækling um ofbeldi í íþróttum.
Ef þú vilt tilkynna ofbeldi í íþróttum getur þú haft samband við sidamal@ibr.is