Alþjóðleikar í Litháen

3. júlí 2017

Logo fyrir International Children´s Games Kaunas

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001.

Í ár fara leikarnir fram í Kaunas í Litháen. Lið Reykjavíkur tekur þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og eru þátttakendur eftirfarandi.

Judó  

Aleksandra Lis ÍR 

Karen Guðmundsdóttir ÍR 

Hákon Garðarsson Júdófélag Rvk. 

Kjartan HreiðarssonJúdófélag Rvk.    

Knattspyrna stúlkna  

Arna Eiríksdóttir Víkingur 

Hildur Sigurbergsdóttir Víkingur 

Daðey Ásta Hálfdánardóttir Valur 

Halldóra Sif Einarsdóttir Fram

Ída Marín Hermannsdóttir Fylkir 

Kristín Erla Ó Johnson KR 

Margrét Edda Lian Bjarnadóttir KR 

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir Valur    

Sund  

Halldór Björn Kristinsson Sundfélagið Ægir 

Logi Freyr Arnarson KR 

Tómas Magnússon KR 

Vikar Máni Þórsson Fjölni 

Fanney Lind Jóhannsdóttir Sundfélagið Ægir 

Svava Þóra Árnadóttir KR    

Þjálfarar  

Gísli Fannar Vilborgarson Júdó 

Bojana Kristín Besic Knattspyrna 

Berglind Bárðardóttir Sund    

Fararstjóri  

Steinn Halldórsson  

Reykvíski hópurinn heldur til Litháen þriðjudaginn 4.júlí og kemur til baka sunnudaginn 9.júlí. Fregnir af gengi hópsins verða fluttar á Facebook síðu ÍBR daglega og samantekt hér á ibr.is í mótslok.

Heimasíða leikanna er icg2017.kaunas.lt

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna