Í tilefni að því að framundan eru sveitastjórnarkosningar sendi Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrirspurn á öll framboð sem bjóða fram í Reykjavík spurningar um áherslur þeirra í íþróttamálum. Sjö framboð sendu svör við eftirfarandi spurningum og er hægt að skoða þau með því að ýta á nöfn framboðanna hér fyrir neðan.
- Hvað vill þitt framboð gera í íþróttamálum á næsta kjörtímabili?
- Hver er afstaða ykkar til afreksstarfs í Reykjavík? Teljið þið rétt að vera með bein fjárframlög til afreksstarfs eins og tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum?
- Hver er afstaða ykkar til þjóðarleikvanga, uppbyggingu þeirra og reksturs?
- Hver er afstaða ykkar til frístundaaksturs í hverfum borgarinnar?
