48. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður haldið dagana 22. - 23. mars í Laugardalshöll.
Þingfundur hefst miðvikudaginn 22. mars kl. 17:00. Nefndir munu starfa að loknum fyrri hluta þings, á miðvikudagskvöldinu, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar geti tekið þátt í nefndarfundum fyrsta klukkutímann en síðan starfi nefndir fyrir luktum dyrum og ljúki sinni vinnu eigi síðar en kl. 22:30. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum mega gjarnan koma boðum um það til skrifstofu ÍBR. Þingfundi verður fram haldið fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00.
Þau mál, sem aðilar óska að verði á dagskrá, skulu berast ÍBR í síðasta lagi 4 vikum fyrir þingsetningu eða fyrir 22. febrúar.
Hér á ibr.is er hægt að nálgast upplýsingar um þingið sem framundan er og munu fleiri gögn bætast við þegar nær dregur.