Ferðastyrkir

Hægt er að sækja um styrki til ÍBR vegna keppnisferða erlendis. Styrktar eru ferðir á heimsmeistaramót, heimsbikarkeppni, evrópumeistaramót, norðurlandameistaramót, alþjóðleg mót landsliða, opinbera landsleiki o.fl. Upphæð ferðastyrkja tekur mið að árlegu framlagi Reykjavíkurborgar. ÍBR ákveður viðmiðunargjald sem er föst tala, hvert sem ferðast er. Viðmiðunargjaldið árið 2024 er kr. 30.000 fyrir landsliðsferðir og kr. 40.000 vegna þátttöku í Evrópukeppni félagsliða. Sækja skal um styrk áður en ferð er farin. Umsókn skal send á netfangið jakob@ibr.is og þarf staðfesting á ferð frá sérsambandi að fylgja með.

Hægt er að sækja um styrki vegna ferða innanlands til ÍSÍ. Sækja skal um fyrir 10. janúar ár hvert á vef ÍSÍ. Byrja þarf á því að stofna umsókn fyrir félagið eða deildina og síðan er hægt að byrja að færa inn ferðir. Aðeins er tekið á móti umsóknum á þessu vefsvæði og ekki er hægt að taka á móti þeim eftir 9. janúar ár hvert.

Styrktaraðilar

  • Merki ÍSÍ
  • Merki UMFÍ
  • Merki Reykjavíkurborgar
  • Merki ÍTR
  • Merki Íslenskrar Getspár
  • Merki Getrauna