Á opnunarhátíðinni Reykjavíkurleikanna var samstarfssamningur milli Háskólans í Reykjavík og Íþróttabandalags Reykjavíkur undirritaður.
ÍBR og HR hafa átt áralangt gott samstarf um ráðstefnur Reykjavíkurleikanna. Nú var verið að festa samstarfið enn frekar í sessi því auk samstarfs um ráðstefnur í tengslum við Reykjavíkurleika og Reykjavíkurmaraþonið þá er markið sett á að vinna saman að verkefni sem borið hefur vinnuheitið BATNA. Verkefnið BATNA hefur það að markmiði að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál. Sérstök áhersla verður sett á að bæta bæði andlega líðan og næringu íþróttafólks auk þess sem að stefnt er að því að fækka stoðkerfisvandamálum.
Það voru þau Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, og Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Tækni- og verkfræðideildar HR, sem undirrituðu samninginn.