wow rig 

WOW Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir
fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir
hluti af dagskránni. Reikna má með að á fimmta hundrað erlendra gesta frá fjölmörgum löndum taki þátt í leikunum í ár
ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Kynntu þér málið nánar hér.

Í tilefni af 10 ára afmæli leikanna verða þeir hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og blásið verður til sérstakrar "off venue"
dagskrár þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt. Þar ber hæst nýr og skemmtilegur viðburður sem
ber heitið WOW Northern Lights Run.