laugarvegurinn

Laugavegshlaupið fer fram ár hvert í júlí. Skráning í hlaupið hefst í byrjun janúar og hefur undanfarin ár verið uppselt
í hlaupið nokkrum vikum síðar. Það er því mælt með því að skrá sig snemma ef fólk vill tryggja sér pláss í hlaupinu. 

Í hugum margra hlaupara er Laugavegshlaupið skemmtilegasta hlaupið á Íslandi. Á þessari krefjandi leið 
verða hlauparar vitni að ótrúlegri náttúrufegurð. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um 
Laugaveginn. Á leiðinni er gengið á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, í ám og lækjum. 
Tímatakmörk eru í hlaupinu og því ættu aðeins mjög vel æfðir hlauparar að skrá sig. 
Kynntu þér málið nánar hér.