Mikilvægar dagsetningar
Hér má finna yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar sem forsvarsmenn íþróttafélaga ættu að punkta hjá sér.
Janúar: Ferðasjóður íþróttafélaga - umsóknir berist ÍSÍ í byrjun janúar.
Febrúar: Skilafrestur umsókna um styrki vegna æfinga á sumartíma er 1.febrúar.
Mars: Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóð ÍBR er 15. mars.
Apríl: Skilafrestur á starfskýrslum ÍSÍ er 15.apríl - skýrslum skal skila í Felix, félagakerfi íþróttahreyfingarinnar.
Maí: Umsóknir um styrki til æfinga vegna komandi vetrartímabils berist til ÍBR fyrir 1.maí. Skilafrestur á umsókn um Grunnstyrk ÍBR er 31.maí.
Júní: Skilafrestur á ársskýrslum/ársreikningum félaga til ÍBR er 1. júní. Lagabreytingar ber að tilkynna ÍBR.
September: Skilafrestur umsókna í Afrekssjóð og Verkefnasjóður ÍBR er 15. september.
Október: Umsóknir í Íþróttasjóð ríkisins þurfa að berast sjóðnum fyrir 1.október.
Desember: Íþróttamaður Reykjavíkur - ábendingar berist stjórn ÍBR fyrir 1.desember.