BeActive dagurinn 2018

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega sunnudaginn 23. september í Laugardalnum þar sem hægt veður að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Skylmingar, aquazumba, quigong og tai chi, rathlaup, göngufótbolti, strandblak og fleira skemmtilegt. Sirkus Íslands verður á sveimi milli kl. 12 og 15 og andlitsmálun í boði í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14. Þá verður Leikhópurinn Lotta við Þvottalaugarnar kl. 11:30. Sjá nánari upplýsingar hér.

beactive