Ólympíufarar fá viðurkenningu

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhendu í dag fjórum reykvískum íþróttamönnum og fulltrúum þeirra viðurkenningu fyrir að hafa tryggt sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumót fatlaðra í PeyongChang í Suður-Kóreu. Viðurkenningin var 500.000 krónur á hvern íþróttamann.

Ólympíufarar úr reykvískum íþróttafélögum eru:
Freydís Halla Einarsdóttir, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar kvenna.
Sturla Snær Snorrason, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar karla.
Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli, skíðaganga karla.
Hilmar Snær Örvarsson, Knattspyrnufélaginu Víkingi, alpagreinar karla.

Það var formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem afhendi viðurkenningarnar fyrir hönd ÍBR og Reykjavíkurborgar. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. Frá vinstri Hilmar Snær Örvarsson, keppandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra, Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Tryggvi Þór Einarsson, fulltrúi skíðadeildar Ármanns, og Hugrún Hannesdóttir, formaður Skíðagöngufélagsins Ullar.

olympiufarar vidurkenning 2018