Yfirlýsing frá ÍBR

metoo

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur hittist á fundi í gær, 17. janúar 2018, þar sem ákveðið var að mynda aðgerðahóp til þess að bregðast strax við þeim frásögnum íþróttakvenna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti í tengslum við íþróttastarf.

Aðgangur borgarbúa, sérstaklega barna og unglinga, að íþróttastarfi er mikilvægur þáttur í daglegu lífi hverrar fjölskyldu. Því er nauðsynlegt að öryggi allra verði tryggt í því starfi sem þar er unnið. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem taka þátt í íþróttastarfi verði fyrir hvers konar áreitni og ofbeldi og upplifi óöryggi í tengslum við þátttöku sína. ÍBR vill skapa öruggar aðstæður þátttakenda í íþróttastarfi.

ÍBR hefur unnið með íþróttafélögum í Reykjavík á undanförnum árum að því að koma í veg fyrir og uppræta hvers kyns áreitni eða ofbeldi innan félaganna. Mótaðar hafa verið reglur og ferlar með íþróttafélögunum til þess að auka líkur á réttum viðbrögðum. Í ljósi þeirra frásagna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan íþróttahreyfingarinnar er þó ljóst að gera þarf enn betur og grípa strax til aðgerða.

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur þegar boðið fram aðstoð borgarinnar en einnig verður leitað eftir samstarfi við ÍSÍ og eftir atvikum aðila sem hafa þekkingu og reynslu af því að taka á málum af þessu tagi.

Hægt er að hafa samband við aðgerðahópinn ef fólk vill koma einhverju á framfæri en hann skipa:
• Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 824 7722
• Gígja Gunnarsdóttir, ritari stjórnar ÍBR, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 824 3208
• Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 535 3703
• Brynja Guðjónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu ÍBR, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 535 3706
• Jóna Hildur Bjarnadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu ÍBR, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 535 3702