49.þing ÍBR 20.-21.mars 2019

49. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður haldið dagana 20. - 21. mars í Laugardalshöll.

Þingfundur hefst miðvikudaginn 20. mars kl. 17:00. Nefndir munu starfa að loknum fyrri hluta þings, á miðvikudagskvöldinu, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar geti tekið þátt í nefndarfundum fyrsta klukkutímann en síðan starfi nefndir fyrir luktum dyrum og ljúki sinni vinnu eigi síðar en kl. 22:30. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum mega gjarnan koma boðum um það til skrifstofu ÍBR. Þingfundi verður fram haldið fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. 

Kosið er á þingi ÍBR um formann, þrjá stjórnarmenn úr fráfarandi stjórn, þrjá stjórnarmenn og þrjá varamenn. Kjörnefnd ÍBR minnir á að frestur til að skila framboðum rennur út 3 vikum fyrir þing þ.e. 27. febrúar n.k. Samkvæmt lögum ÍBR má ekki kjósa þrjá eða fleiri frá sama aðildarfélagi í stjórn. Formenn einstakra félaga, sérráða, sérsambanda eða annarra íþróttahéraða geta ekki setið í framkvæmdastjórn. Framboðum skal skilað til skrifstofu ÍBR

Þau mál, sem aðilar óska að verði á dagskrá, skulu berast ÍBR í síðasta lagi 4 vikum fyrir þingsetningu eða fyrir 20. febrúar.

Hér á ibr.is er hægt að nálgast upplýsingar um þingið sem framundan er og munu fleiri gögn bætast við þegar nær dregur.

thing2017

Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Laugardaginn 9.febrúar fór Norðurljósahlaup Orkusölunnar fram í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er þriðja árið í röð sem Íþróttabandalag Reykjavíkur stendur fyrir Norðurljósahlaupi í tengslum við Vetrarhátíð. 

Norðurljósahlaupið er 5 km skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur fá að upplifa borgina í nýju ljósi. Hlaupið er hjá helstu kennileitum borgarinnar sem eru upplýst í tilefni Vetrarhátíðar auk þess sem búið er að koma fyrir skemmtistöðvum með ljósum og tónlist á leiðinni. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og gleraugum og armbandi og eru því hluti af ljósasýningunni. Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki „keppni“ sem slík, heldur upplifun.

Sjálfboðaliðar úr íþróttafélögunum í Reykjavík störfuðu við brautargæslu og fleiri störf í hlaupinu í fjáröflun fyrir sitt félag. 

Nánari upplýsingar um Norðurljósahlaup Orkusölunnar má finna á nordurljosahlaup.is.

 F3B5028 Olafur Thorisson minni

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
• vinnustaðakeppni frá 6. – 26. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
• framhaldsskólakeppni frá 6. - 19. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
• grunnskólakeppni frá 6. – 19. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
• einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Allir landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Skráning er hafin og um að gera að taka þátt frá upphafi. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt. Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag. Einnig er auðvelt að ná í hreyfinguna sína úr Strava og Runkeeper fyrir þá sem það nota.

SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is

lifshlaup

Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar

Reykjavíkurleikarnir hófust fimmtudaginn 24.janúar og lauk í gær 3.febrúar með glæsilegri lokahátíð í Laugardalshöll. Þetta voru 12. leikarnir og keppt var í 18 íþróttagreinum í ár. Rúmlega sjö hundruð erlendir gestir af 45 mismundandi þjóðernum komu til landsins til að taka þátt í þessari miklu íþróttahátíð með flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt.

Glæsilegar hátíðir voru haldnar báða sunnudagana í Laugardalshöll og þar fengu bestu íþróttamennirnir í hverri grein viðurkenningu fyrir árangurinn. Lista yfir þau sem fengu viðurkenningu og myndir frá afhendingunni má finna hér fyrir neðan.

hatidaratridi mynd ibr minni

Continue Reading

ÍBR og HR í samstarf

Á opnunarhátíðinni Reykjavíkurleikanna var samstarfssamningur milli Háskólans í Reykjavík og Íþróttabandalags Reykjavíkur undirritaður.

ÍBR og HR hafa átt áralangt gott samstarf um ráðstefnur Reykjavíkurleikanna. Nú var verið að festa samstarfið enn frekar í sessi því auk samstarfs um ráðstefnur í tengslum við Reykjavíkurleika og Reykjavíkurmaraþonið þá er markið sett á að vinna saman að verkefni sem borið hefur vinnuheitið BATNA.  Verkefnið BATNA hefur það að markmiði að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál. Sérstök áhersla verður sett á að bæta bæði andlega líðan og næringu íþróttafólks auk þess sem að stefnt er að því að fækka stoðkerfisvandamálum.

Það voru þau Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, og Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Tækni- og verkfræðideildar HR, sem undirrituðu samninginn.

hr ibr samningur

Reykjavíkurleikar 24.janúar til 3.febrúar

Reykjavíkurleikarnir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 12.sinn dagana 24.janúar til 3.febrúar næstkomandi. Keppt verður í 18 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjöunda hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.

Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, rafíþróttir, skotfimi, skylmingar, skvass, sund og taekwondo.

Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og verða glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig er ráðstefna og málstofur um íþróttir og ofbeldi hluti af dagskránni. Miðasala er hafin á alla viðburði á tix.is en dagskrá má finna á rig.is.

RIG19 allar ithrottir fb event

Lið Reykjavíkur keppir í Lake Placid

Alþjóðaleikar ungmenna (International Childrens Games) fara fram í Lake Placid í New York fylki dagana 7.-10. janúar 2019 og tekur hópur frá Reykjavík þátt. 

Vetrarleikarnir í Lake Placid eru áttundu vetrarleikarnir í röðinni en á hverju sumri frá árnu 1968 hafa verið haldnir sumaríþróttaleikar International Childrens Games. Sumarleikarnir voru haldnir í Reykjavík árið 2007 og Reykjavik hefur tekið þátt í leikunum síðan 2001. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavík og ÍBR senda keppendur á vetrarleikana en síðast var farið til Innsbruck í Austurríki árið 2016.

Á þessum leikum keppa ungmenni í ýmsumíþróttagreinum fyrir hönd sinnar heimaborgar. International Children's Games er vettvangur fyrir börn á aldrinum 12-15 ára til að kynnast íþrótt sinni betur við nýjar og krefjandi aðstæður og umhverfi í anda Ólympíuleika en leikarnir eru viðurkenndir af Alþjóða Ólympíunefndinni.

Reykvíski hópurinn hélt utan í morgun en í honum eru sex keppendur í alpagreinum, þrír á gönguskíðum og þrír í listhlaupi á skautum auk þjálfara og fararstjóra. Meðfylgjandi mynd var tekin í Leifsstöð í morgun.

Nánari upplýsingar um leikana má finna á vefnum https://www.lakeplacid2019.com/

 

team rvk icg2019 

 

 

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

radstefna

Ráðstefna um íþróttir og ofbeldi verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 30. janúar. Þekktir íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, fræðum og frásögnum. Ráðstefnan er hluti af Reykjavíkurleikum (RIG) og er ætluð öllum þeim sem koma að íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, forvarnarmálum, skólasamfélaginu og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Vinnustofur verða 31. janúar.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna á rig.is og facebook.

Að ráðstefnunni standa: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG - Reykjavik International Games.

radstefna logo

Persónuverndarlöggjöf

Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi á Íslandi 15. júlí 2018. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.

ÍSÍ, í samstarfi við Advania Advice, vann að gerð vinnsluskráa fyrir vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga hjá ÍSÍ og gerð úrbótaáætlunar, ásamt því að útbúa Persónuverndarstefnu ÍSÍ. Þessa vinnu geta íþróttahéröð og félög nýtt sér til að uppfylla sínar skildur. Smellið hér til að finna gögnin og leiðbeiningar. ÍBR hvetur íþróttafélögin til að nýta sér gögnin sem ÍSÍ hefur útbúið til að koma þessum málum í réttan farveg hjá sér.

Á haustmánuðum var unnið að gerð vinnsluskrá og persónuverndarstefnu fyrir ÍBR en stefnuna má finna hér á ibr.is.

Ferðasjóður íþróttafélaga 2018

Íþróttafélög eru hvött til að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga hjá ÍSÍ. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 9. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma. Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2018. Til úthlutunar eru 127 milljónir króna. Styrkir úr sjóðnum verða greiddir út í febrúar.

Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra. Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.

Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

isi logo

Gleðilega hátíð

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur sendir aðildarfélögum sínum, þátttakendum í íþróttaviðburðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Takk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

IBR jolamynd 2018 minni

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40.sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 er kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu og varð í fjórða sæti samanlagt á HM í nóvember. Hann setti einnig Íslandsmet í réttstöðulyftu og samanlögðu á mótinu. Á EM vann hann til gullverðlauna í réttstöðulyftu. Þá setti hann auk þess Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu á árinu.

Íþróttakona Reykjavíkur 2018 er frjálsíþróttakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur. Guðbjörg Jóna varð Evrópumeistari unglinga í 100 m hlaupi og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í 200 m hlaupi á árinu og sett nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti í þremur unglingaflokkum og fullorðinsflokki. Hún vann einnig til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti unglinga í 200 m hlaupi og setti nýtt Íslandsmet í greininni á sama móti. Hún er í 2.sæti á Evrópulista unglinga og 12.sæti á heimlista unglinga í 200 m hlaupi.

Íþróttalið Reykjavíkur 2018 er lið Fram í handknattleik kvenna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

ithrottafolk rvk 2018 minni

Frá vinstri: Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íþróttakona Reykjavíkur 2018, Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og Íþróttaliðs Reykjavíkur 2018, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Íþróttakarl Reykjavíkur 2018 og formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvar Sverrisson.

Continue Reading

Jólafrí í íþróttahúsum

Íþróttabandalag Reykjavíkur leigir tíma í íþróttahúsum grunnskólanna til íþróttafélaga og almenningshópa. Senn líður að jólafríi í þessum húsum og má sjá yfirlit yfir hvenær þau loka fyrir jól og opna aftur eftir áramót hér fyrir neðan.

Íþróttahús Síðasti dagur fyrir jól  Fyrsti dagur á nýju ári
Austurbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Árbæjarskóli 13. desember 2. janúar
Ártúnsskóli 13. desember 2. janúar
Fellaskóli 16. desember 2. janúar
Hagaskóli  14. desember 2. janúar
Háaleitisskóli 14. desember 2. janúar
Hlíðarskóli 14. desember 2. janúar
Ingunnarskóli  14. desember 2. janúar
Laugarnesskóli 14. desember 2. janúar
Norðlingaskóli  14. desember 2. janúar
Réttarholtsskóli 14. desember 2. janúar
Rimaskóli 14. desember 2. janúar
Selásskóli 13. desember 2. janúar
Sæmundarskóli 14. desember 2. janúar

jola