Afreksþjálfun barna - Ráðstefna 25.janúar

Ráðstefna f

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2018 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um snemmbæra afreksþjálfun barna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 25.janúar í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, og hefst kl.17:00. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vef ÍSÍ en aðgangur er ókeypis.

Continue Reading

Gleðilega hátíð

jolakort7

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur sendir aðildarfélögum sínum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Takk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Íþróttafólk Reykjavíkur 2017

ithrottafolk rvk 2017Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í dag. Af því tilefni bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 39. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í fimmta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2017 er körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Jón Arnór var besti leikmaður körfuknattleiksliðs KR á árinu þegar hann leiddi liðið bæði til Íslands,- og bikarmeistaratitils. Jón Arnór leiddi einnig íslenska landsliðið á Eurobasket í Finnlandi en þess má geta að Jón Arnór hefur 12x verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins af KKÍ, oftar en nokkur annar.

Íþróttakona Reykjavíkur 2017 er kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn keppti á þremur s.k. risamótum á LPGA mótaröðinni á árinu. Hún hefur tryggt sér áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni með því meðal annars að hafna í 4. sæti á Indy Women mótinu. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía Þórunn er valin Íþróttakona Reykjavíkur.

Íþróttalið Reykjavíkur 2017 er lið Vals í handknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Ellefu einstaklingar og sextán lið frá þrettán félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2017 í dag. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 6.250.000 krónur. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.

Continue Reading

Íþróttahúsin opna 4.september

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um leigu á skólaíþróttahúsum í Reykjavík til almennings og íþróttafélaga. Mánudaginn 4.september opna húsin aftur eftir sumarfrí.

Fulltrúar allra hópa sem eiga fastan tíma í vetur eiga að vera búnir að fá staðfestingu á sínum tímum með tölvupósti. Vinsamlega hafið samband við Stein Halldórsson í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 535 3707 ef eitthvað er óljóst varðandi tímana.

Hér verður hægt að finna lista yfir lausa tíma ef einhverjir eru.

fotbolti

 

 

Góður árangur í Litháen

Alþjóðaleikar ungmenna fóru fram í Kaunas í Litháen um helgina. Átján reykvísk ungmenni tóku þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og stóðu sig vel. Hópurinn kom heim með gull í knattspyrnu og silfur í júdó.

Knattspyrnulið stúlkna sigraði mótið með glæsibrag. Stelpurnar lögðu Szombathely frá Ungverjalandi 3-1 í úrslitaleiknum og Jerúsalem 7-0 í undanúrslitum. Í riðlakeppninni sigruðu þær Kaunas frá Litháen 7-1, Szombathely frá Ungverjalandi 5-0 og Ranana frá Ísrael 8-0.

Bestu árangri reykvísku júdókeppendanna náði Aleksandrra Lis. Hún vann til silfurverðlauna í -70 kg flokki.

Sundfólkið stóð sig líka vel og voru flestir að bæta sína bestu tíma. Bestu úrslit hópsins var 10.sæti í 4x 100m skriðsundi blandaðra sveita á tímanum 4.12.93.

Lista yfir þátttakendur í liði Reykjavíkur má finna hér

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001 og var Reykjavík í hlutverki gestgjafa árið 2007.

Heimasíða leikanna með nánari upplýsingum er icg2017.kaunas.lt

fotbolti verdlaun3 2017

 

 

Alþjóðaleikar í Litháen

Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s games) hafa verið haldnir um víða veröld í um 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001.

Í ár fara leikarnir fram í Kaunas í Litháen. Lið Reykjavíkur tekur þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og eru þátttakendur eftirfarandi.

Judó    
Aleksandra Lis ÍR  
Karen Guðmundsdóttir  ÍR  
Hákon Garðarsson Júdófélag Rvk.  
Kjartan Hreiðarsson Júdófélag Rvk.  
     
Knattspyrna stúlkna    
Arna Eiríksdóttir Víkingur  
Hildur Sigurbergsdóttir Víkingur  
Daðey Ásta Hálfdánardóttir Valur  
Halldóra Sif Einarsdóttir Fram  
Ída Marín Hermannsdóttir Fylkir  
Kristín Erla Ó Johnson KR  
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir  KR  
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir     Valur  
     
Sund    
Halldór Björn Kristinsson Sundfélagið Ægir  
Logi Freyr Arnarson KR  
Tómas Magnússon KR  
Vikar Máni Þórsson Fjölni  
Fanney Lind Jóhannsdóttir Sundfélagið Ægir  
Svava Þóra Árnadóttir KR  
     
Þjálfarar    
Gísli Fannar Vilborgarson Júdó  
Bojana Kristín Besic Knattspyrna  
Berglind Bárðardóttir Sund  
     
Fararstjóri    
Steinn Halldórsson    

Reykvíski hópurinn heldur til Litháen þriðjudaginn 4.júlí og kemur til baka sunnudaginn 9.júlí. Fregnir af gengi hópsins verða fluttar á Facebook síðu ÍBR daglega og samantekt hér á ibr.is í mótslok.

Heimasíða leikanna er icg2017.kaunas.lt

 

kaunas2017

Góður árangur á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna

Keppni á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna sem hófst í Osló á mánudag lauk seinnipartinn í dag. Frá Reykjavík tóku þátt 41 ungmenni á aldrinum 13-14 ára í knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsíþróttum drengja og stúlkna. Mjög góður árangur náðist á mótinu, meðal annars sigur í knattspyrnu drengja og sigur og Íslandsmet í hástökki drengja.

Í frjálsíþróttakeppninni átti Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni og Hlíðaskóla besta afrek mótsins. Hann stökk 1,91 m sem er Íslandsmet pilta 14 ára og yngri og nýtt mótsmet. Kristján Viggó bætti mótsmetið sem sett var í fyrra um 9 cm og 40 ára gamalt Íslandsmet Stefáns Þórs Stefánssonar úr ÍR um 1 cm. Kristján bætti auk þess persónulegt met sitt sem var 188 cm um 3 cm og var reyndar líka nálægt því að fara yfir 193 cm. Kristján Viggó náði einnig góðum árangri í langstökki, stökk 5,96 metra, og lenti í 3.sæti.

Í reykvíska frjálsíþróttaliðinu eru átta piltar og átta stúlkur. Hópurinn fann sig greinilega vel í sólinni í Osló því 54 persónuleg met litu dagsins ljós í keppninni að afrekum Kristjáns Viggó meðtöldum. Þá náðu tveir aðrir piltar 3.sæti í sínum greinum. Daníel Atli Matthíasson Zaiser, ÍR og Ölduselsskóla, varð í 3.sæti í kúluvarpi með kast uppá 11,16 metra og Björn Þór Gunnlaugsson, Ármanni og Laugalækjarskóla, var í 3.sæti í 800 m hlaupi á tímanum 2.11,0.

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja vann knattspyrnumótið. Þeir sigruðu lið Helsinki 9-1, lið Osló 4-0 og lið Kaupmannahafnar 5-1. Þeir töpuðu naumlega fyrir liði Stokkhólms 1-0 en þar sem Stokkhólmur tapaði fyrir Kaupamannahöfn og var auk þess með eitt jafntefli sigraði reykvíska liðið mótið. Ívan Óli Santos, ÍR og Breiðholtsskóla, skoraði flest mörk Reykvíkinga eða 7 talsins og Andi Morina, Leikni og Hólabrekkuskóla, næstflest eða 3 talsins.

Reykjavíkurúrvalið í handknattleik stúlkna lenti í 4.sæti á mótinu. Þær sigruðu lið Helsinki en töpuðu fyrir Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir töpin þrjú stóðu reykvísku stúlkurnar sig mjög vel og börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera komnar undir í leikjunum. Atkvæðamestar reykvísku stúlknanna voru Aníta Rut Sigurðardóttir, ÍR og Breiðholtsskóla, sem skoraði samtals 16 mörk á mótinu og Elín Kristjánsdóttir, ÍA og Breiðholtsskóla, sem skoraði 12 mörk.

Reykvíski hópurinn kemur heim frá Osló á morgun föstudaginn 2.júní. 

knattspyrnulidid litil

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu 14 ára drengja

Íslandsmet í hástökki

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fer fram í Osló þessa dagana. Frá Reykjavík taka þátt 41 ungmenni á aldrinum 13-14 ára í knattspyrnu, handknattleik og frjálsíþróttum. Keppnin hófst á mánudag og stendur yfir fram á fimmtudag.

Í dag náði Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni og Hlíðaskóla, þeim frábæra árangri að sigra í hástökki. Hann stökk 191 cm og sló með því mótsmetið sem var 182 cm og Íslandsmet 14 ára drengja sem var 190 cm. Frábær árangur hjá Kristjáni sem átti best 188 cm fyrir mótið og var nálægt því að fara yfir 193 cm í keppninni.

Það hefur einnig gengið vel hjá öðrum í reykvíska hópnum á mótinu. Knattspyrnulið drengja sigraði lið Osló og Kaupmannahafnar en tapaði naumlega fyrir liði Stokkhólms. Handknattleikslið stúlkna sigraði lið Helsinki í dag en hafði áður beðið lægri hlut fyrir Osló og Kaupmannahöfn. Þá náði Björn Þór Gunnlaugsson, Ármanni og Laugalækjarskóla, 3.sæti í 800 metra hlaupinu í gær.

Nánari upplýsingar:

Lið Reykjavíkur

Dagskrá reykvíska hópsins

Úrslit

Facebook síða leikanna

Facebook síða ÍBR

2017 kristjan viggo litil

Kristján Viggó Sigfinnsson

Starfsskýrslur ÍSÍ

Samkvæmt lögum ÍSÍ þá eiga öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ, íþróttahéruð og sérsambönd að skila starfsskýrslum í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, fyrir 15. apríl ár hvert.

Í ljósi þess að í ár er skýrslum skilað í gegnum nýtt kerfi og að skilafrestur lendir á páskum þá hefur verið ákveðið að lengja frestinn um einn mánuð eða til 15. maí næstkomandi.

Aðstoð við skýrsluskil veitir Elías Atlason verkefnastjóri Felix, sími 5144000 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Grunnskólamót í Osló

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár verður mótið haldið í Osló og er þetta 69.mótið. Frá upphafi hafa höfuðborgirnar Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmur tekið árlega þátt en Reykjavík tók fyrst þátt árið 2006. Reykjavík hefur tvisvar sinnum haldið mótið, árið 2011 og árið 2014.

Í úrvalsliði Reykjavíkur sem tekur þátt í mótinu er 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja (14 ára), 10 leikmenn í handknattleik stúlkna (14 ára), 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum (13-14 ára). Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar. Farastjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar. Smelltu hér til að skoða lista yfir úrvalslið Reykjavíkur 2017.

Hópurinn heldur til Noregs sunnudaginn 28.maí en keppni hefst mánudaginn 29.maí. Keppni mun standa yfir í fjóra daga og svo verður flogið heim föstudaginn 2.júní. Smelltu hér til að skoða dagskrá reykvíska hópsins.

Fregnir af gengi reykvíska hópsins verða settar reglulega á Facebook síðu ÍBR og samantekt í mótslok hér á ibr.is.

 

fararstjorar

Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni til Osló

Páskalokun íþróttahúsa

Opnunartími íþróttahúsa í Reykjavík um páskahátíðina verður sem hér segir:

egg colorful easter eggs 213884

10. apríl  mánudagur                   LOKAÐ
11. apríl  þriðjudagur                   LOKAÐ
12. apríl  miðvikudagur                LOKAÐ
13. apríl  skírdagur                      LOKAÐ
14. apríl  föstudagurinn langi        LOKAÐ
15. apríl  laugardagur                  LOKAÐ
16. apríl  páskadagur                   LOKAÐ
17. apríl  annar í páskum             LOKAÐ
18. apríl  þriðjudagur                   OPIÐ
19. apríl  miðvikudagur                OPIÐ
20. apríl  sumardagurinn fyrsti      LOKAÐ

 

Samþykkir þings

48.þing Íþróttabandalags Reykjavíkur fór fram í Laugardalshöll dagana 22. og 23.mars. Þingið fór vel fram og stýrði Sigríður Jónsdóttir því af röggsemi. Stjórn bandalagsins var endurkjörin sem og Ingvar Sverrisson formaður.

Smellið hér til að skoða samþykktir þingsins og hér til að finna ársskýrslu, ársreikninga og önnur gögn sem tengjast þinginu. 

 

48.þing ÍBR 22.-23.mars 2017

48. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður haldið dagana 22. - 23. mars í Laugardalshöll.

Þingfundur hefst miðvikudaginn 22. mars kl. 17:00. Nefndir munu starfa að loknum fyrri hluta þings, á miðvikudagskvöldinu, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að þingfulltrúar geti tekið þátt í nefndarfundum fyrsta klukkutímann en síðan starfi nefndir fyrir luktum dyrum og ljúki sinni vinnu eigi síðar en kl. 22:30. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í nefndum mega gjarnan koma boðum um það til skrifstofu ÍBR. Þingfundi verður fram haldið fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00. 

Þau mál, sem aðilar óska að verði á dagskrá, skulu berast ÍBR í síðasta lagi 4 vikum fyrir þingsetningu eða fyrir 22. febrúar.

Hér á ibr.is er hægt að nálgast upplýsingar um þingið sem framundan er og munu fleiri gögn bætast við þegar nær dregur.

thing2015 2