Fundir um íþróttamál

Mánudaginn 14. maí stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir tveimur fundum í Laugardalshöll. Annars vegar um ofbeldi í íþróttum og hinsvegar kynningu á áherslum framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál. Á báðum fundum verður boðið uppá léttar veitingar og óskað eftir því að fólk skrái sig til þátttöku.

Ofbeldi í íþróttum
kl. 17:15-18:15 
Hafdís Hinriksdóttir frá Bjarkarhlíð
Björg Jónsdóttir frá Erindi
Umræður að kynningum loknum
Smelltu hér til að skrá þig.

Helstu áherslur framboða fyrir borgarstjórnarkosningar um íþróttamál
kl. 18:30-20:00 
Stutt kynning frá hverju og einu framboði.
Fyrirspurnir úr sal.
Smelltu hér til að skrá þig.

hollin

Lið Reykjavíkur valið

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2018 fer fram í Kaupmannahöfn 27.maí til 1.júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og verður því haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja , 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum. Smellið hér til að skoða lista yfir lið Reykjavíkur og hér til að skoða dagskrá reykvíska hópsins.

Mánudaginn 14.maí kl.18:00 hittist hópurinn í íþróttasal Rimaskóla til að þjappa sér saman fyrir ferðina til Kaupmannahafnar. Miðvikudaginn 16.maí kl.17:30 í E-sal í húsakynnum ÍSÍ á Engjavegi 6 verður svo fundur með foreldrum og forráðamönnum barnanna þar sem farið verður yfir skipulag ferðarinnar. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar snemma á sunnudagsmorguninn 27.maí og kemur heim aftur seinni part dags föstudaginn 1.júní.

Fréttir af gengi reykvísku krakkanna verða birtar hér á ibr.is og á Facebook.

ncsg

Opið fyrir umsóknir um tíma næsta vetur

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um að leigja út tíma til almenningshópa í skólaíþróttahúsum Reykjavíkur á veturna. Tímabilið er frá 1.september til 30.apríl.

Búið er að opna fyrir umsóknir um tíma veturinn 2018-2019. Sækja þarf um tíma fyrir 15.maí og verður umsóknum svarað í byrjun ágúst. Hópar sem voru með tíma veturinn 2017-2018 ganga fyrir en þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir 15.maí.

Smellið hér til að skoða hvaða íþróttahús eru til leigu og sækja um.

fotbolti

Sumarið er handan við hornið

Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um rekstur fjögurra stórra íþróttaviðburða á sumrin en þeir eru:

WOW Tour of Reykjavik - 1.-2.júní
Miðnæturhlaup Suzuki - 21.júní
Laugavegshlaupið - 14.júlí
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - 18.ágúst

Á vefnum marathon.is má finna upplýsingar um viðburðina og fleiri íþróttaviðburði sem ÍBR sér um.

Þá stendur Íþróttabandalagið einnig fyrir mótaröð sumargötuhlaupa í samstarfi við frjálsíþróttafélög í Reykjavík og Powerade sem kallast Powerade Sumarhlaupin. Fyrsta hlaup mótaraðarinnar er Víðavangshlaup ÍR sem fram fer á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Skráning í hlaupið er í fullum gangi á vefnum hlaup.is.

Nánari upplýsingar um Powerade Sumarhlaupin má finna á sumarhlaupin.is.

Íþróttafélögin í Reykjavík taka virkan þátt í viðburðunum sem ÍBR rekur en þeir útvega starfsmenn sem vinna við viðburðina í fjáröflun fyrir sitt félag. Þá er hagnaður af viðburðunum notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.

Gleðilegt sumar!

hallgrimskirkja

Rekstur íþróttafélaga

Fimmtudaginn 26.apríl klukkan 8:30-9:30 stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir morgunverðarfundi um rekstur íþróttafélaga í Laugardalshöll (salur 1, inngangur A). Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, og Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fram, verða með framsöguerindi og ætla að leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 

Er hægt að reka boltadeild og skila hagnaði? 
Hver ber ábyrgð á rekstri boltadeildar? 
Hvaðan koma tekjurnar?
Hvernig gengur að ná í samstarfsaðila? 
Eru laun íþróttafólks of há? 
Búa félögin við jafnar aðstæður?

Að loknum erindum verða umræður sem Gígja Gunnarsdóttir, ritari stjórnar ÍBR, stýrir.

Boðið verður uppá rúnnstykki, kaffi, te og djús.

Smelltu hér til að skrá þig.

hollin

Mikilvægir skilafrestir

Á þessum tíma árs eru nokkrir mikilvægir skilafrestir á döfinni sem vert er að minna forsvarsmenn íþróttafélaganna á.

Starfsskýrslur ÍSÍ – skilafrestur 15. apríl
Búið er að opna fyrir starfsskýrsluskil vegna starfsársins 2017. Skilafrestur er skv. lögum ÍSÍ 15. apríl nk.
Hér á vef ÍSÍ má finna upplýsingar um starfsskýrsluskilin og einnig leiðbeinandi upplýsingar varðandi Felix kerfið.
Athugið þá nýbreytni að nú óskar ÍSÍ eftir að núgildandi lög félagsins verði sett inn í kerfið.
Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Elías Atlason, verkefnastjóra Felix á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 514 4000.

Grunnstyrkur/Lottó – skilafrestur 31. maí
Umsóknum um Grunnstyrk ÍBR skal skila á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 31. maí. Hér á ibr.is má finna eyðublað til útfyllingar og reglugerð en að öðru leyti þarf að hafa skilað starfsskýrslum og ársreikningi til að fá styrk.

Aðalfundir – ársreikningar og lög – skilafrestur 1. júní
Fyrir 1. júní ár hvert skulu félögin skila ársskýrslu og árituðum endurskoðuðum ársreikningi til bandalagsins. Berist þessar skýrslur ekki innan tilskilinna tímamarka er stjórn ÍBR heimilt að fresta samkvæmt eigin ákvörðun greiðslum á hlutdeild viðkomandi aðila í tekjum Íslenskrar getspár þar til skýrslur hafa borist. Minnum einnig á að tilkynna þarf lagabreytingar til ÍBR.

Ef spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu ÍBR.

april 15

Framtíð knatthúsa

Skýrsla ÍBR frá fundi með knattspyrnufélögunum í borginni frá því fyrr í vetur um framtíð knatthúsa í Reykjavík liggur nú fyrir.  Í skýrslunni kemur fram að óskir félaganna eru þær helstar að byggð verði knatthús með a.m.k. hálfum knattspyrnuvelli á félagssvæðum þeirra allra til framtíðar.  Fyrir í borginni er eitt stórt knatthús en það var niðurstaða fundarins að þörf væri á einu til tveimur í viðbót.  Nálgast má skýrsluna hér.

knatthus

Páskalokun í íþróttamannvirkjum

Nú líður senn að páskum og er vakin athygli á því að skólaíþróttahúsin í Reykjavík verða lokuð frá og með dymbilviku og fram yfir páska eða frá 26.mars til 2.apríl. Einnig verður lokað á Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl. Vortímabilið í íþróttahúsunum er til og með mánudeginum 30.apríl, eftir það loka húsin og opna ekki aftur fyrr en 1.september. 

Mánud. 26. mars   Lokað
Þriðjud. 27. mars   Lokað
Miðvikud. 28. mars   Lokað
Fimmtud. 29. mars   Lokað - Skírdagur
Föstud. 30. mars Lokað - Föstud. langi
Laugard. 31. mars Lokað
Sunnud. 1. apríl Lokað - Páskadagur
Mánud. 2. apríl Lokað - Annar í páskum
Þriðjud. 3. apríl Æfingar hefjast að nýju
Fimmtud. 19. apríl Lokað -  Sumard. fyrsti 

Gleðilega páska!

paskaungar

Styrkir - umsóknarfrestur til 15.mars

Senn líður að fyrri úthlutun ársins úr Verkefnasjóði ÍBR og Afrekssjóði ÍBR. Umsóknarfrestur fyrir báða sjóði er 15.mars næstkomandi. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð má finna hér á ibr.is undir liðnum styrkir.

Verkefnasjóður

Verkefnasjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík.  Úthlutun skal sérstaklega taka mið af stefnu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, stefnu ÍBR og ÍTR og jöfnum möguleika allra til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja Sigurðardóttir – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrekssjóður

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til að ná langt í sinni íþróttagrein og þjálfara til þátttöku í námskeiðum. Sjóðurinn mun styrkja verkefni sem tengjast afreksíþróttum svo sem æfingabúðir, námskeið og ferðir á mót erlendis.

Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Freyr Ásmundsson – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ólympíufarar fá viðurkenningu

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhendu í dag fjórum reykvískum íþróttamönnum og fulltrúum þeirra viðurkenningu fyrir að hafa tryggt sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum og Vetrarólympíumót fatlaðra í PeyongChang í Suður-Kóreu. Viðurkenningin var 500.000 krónur á hvern íþróttamann.

Ólympíufarar úr reykvískum íþróttafélögum eru:
Freydís Halla Einarsdóttir, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar kvenna.
Sturla Snær Snorrason, Glímufélaginu Ármanni, alpagreinar karla.
Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli, skíðaganga karla.
Hilmar Snær Örvarsson, Knattspyrnufélaginu Víkingi, alpagreinar karla.

Það var formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem afhendi viðurkenningarnar fyrir hönd ÍBR og Reykjavíkurborgar. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. Frá vinstri Hilmar Snær Örvarsson, keppandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra, Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Tryggvi Þór Einarsson, fulltrúi skíðadeildar Ármanns, og Hugrún Hannesdóttir, formaður Skíðagöngufélagsins Ullar.

olympiufarar vidurkenning 2018

Íþróttahátíð í Reykjavík

Íþróttahátíðin WOW Reykjavik International Games fer fram dagana 25.janúar til 4.febrúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélög í Reykjavík sem hefur veg og vanda að skipulagningunni. Keppt verður í 17 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum og nágrenni hans en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar.

Íþróttagreinarnar sem keppt er í á leikunum eru mjög fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru áhaldafimleikar, badminton, borðtennis, bogfimi, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listhlaup á skautum, ólympískar lyftingar, skotfimi, skylmingar, skvass og sund.

Keppnisdagskráin skiptist niður á tvær helgar og verða glæsilegar lokahátíðir í Laugardalshöllinni báða sunnudagana. Einnig er ráðstefna um snemmbæra afreksþjálfun barna sem fram fer í Háskólanum í Reykjavik á fimmtudag hluti af dagskránni. Miðasala á alla viðburði er hafin á midi.is.

Almenningi gefst ekki aðeins kostur á að vera áhorfendur á leikunum því hluti af þeim er WOW Northern Lights Run þar sem allir geta tekið þátt. Um er að ræða skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur hlaupa með upplýstan varning og eru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Hlaupið sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavik hefst við Hörpu, fer hjá Hallgrímskirkju, í gegnum Ráðhús Reykjavíkur, og endar svo í Listasafni Reykjavíkur. Nánari upplýsingar má finna á http://nordurljosahlaup.is/

rig18 allar greinar

Yfirlýsing frá ÍBR

metoo

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Reykjavíkur hittist á fundi í gær, 17. janúar 2018, þar sem ákveðið var að mynda aðgerðahóp til þess að bregðast strax við þeim frásögnum íþróttakvenna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti í tengslum við íþróttastarf.

Aðgangur borgarbúa, sérstaklega barna og unglinga, að íþróttastarfi er mikilvægur þáttur í daglegu lífi hverrar fjölskyldu. Því er nauðsynlegt að öryggi allra verði tryggt í því starfi sem þar er unnið. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem taka þátt í íþróttastarfi verði fyrir hvers konar áreitni og ofbeldi og upplifi óöryggi í tengslum við þátttöku sína. ÍBR vill skapa öruggar aðstæður þátttakenda í íþróttastarfi.

ÍBR hefur unnið með íþróttafélögum í Reykjavík á undanförnum árum að því að koma í veg fyrir og uppræta hvers kyns áreitni eða ofbeldi innan félaganna. Mótaðar hafa verið reglur og ferlar með íþróttafélögunum til þess að auka líkur á réttum viðbrögðum. Í ljósi þeirra frásagna sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan íþróttahreyfingarinnar er þó ljóst að gera þarf enn betur og grípa strax til aðgerða.

Continue Reading

Afreksþjálfun barna - Ráðstefna 25.janúar

Ráðstefna f

Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2018 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um snemmbæra afreksþjálfun barna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 25.janúar í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, og hefst kl.17:00. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vef ÍSÍ en aðgangur er ókeypis.

Continue Reading